Glæsilegt sjálfvinduúr frá Seiko með gífurlega fallegri blárri skífu. Úrið er úr hertu stáli (e. super hardcoating) með 200 metra vatnsvörn og rispufríu safírgleri. Úrið er sérstök endurgerð af úri frá 1965 í nútímalegri hönnun og er því framleitt í styttri tíma en önnur úr (Special edition).
Efni kassa: Hert stál (e. Super hardcoating)
Armband: Hert stál (e. Super hardcoating)
Stærð úrkassa: 40.5mm
Þykkt úrkassa: 13.3mm
Gler: Rispufrítt safírgler með glampavörn á innanverðu glerinu)
Vatnsvörn: 20ATM (200 metrar)
Gangverk: Sjálfvinda (6R35), þarfnast ekki rafhlöðu (e. automatic). 70 klukkustunda hleðsla (e. power reserve)
Fleiri kostir: Lume (getur lýst í myrkri) og niðurskrúfuð króna fyrir aukna vatnsvörn