Fallegt og vandað svissneskt úr fyrir börn með fallegri litablöndu sem minnir á stjörnubjartann himininn og norðurljósin. Vatnsvarið úr með sterkri ól með öryggissylgju sem er hönnuð til að bregðast við álagi ef börnin festa sig.
Auðvelt að læra á úrið þar sem litli hvíti vísirinn les hvítu tölurnar (klukkutímana). Stóri fjólublái vísirinn les fjólubláu tölurnar (mínúturnar). Mínúturnar sjást yst á skífunni og því tilvalið úr fyrir börn sem eru að læra að lesa á klukku.
Efni: BPA frítt lífrænt plast (framleitt á umhverfisvænari hátt)